Untitled

Haldiði að mar sé ekki bara byrjaður að versla jólagjafirnar. Þetta hefur ekki skeð síðan 1995, ef minnið er ekki að plata mig, að ég byrji að versla jólagjafir svona snemma… viku fyrir jól! En svona er þetta… batnandi mönnum er víst best að lifa… eða eitthvað. Yfirleitt situr þetta allt saman á hakanum þangað til á Þorláksmessu, en þá neyðist ég til að rífa mig uppúr letinni og hugsa aðeins um aðra en sjálfa mig… nei ég segi svona. Ég er ekki svona slæmur 😉 En eins og kannski einhver ykkar taka eftir er ég kominn í jólaskapið (loksins!) og að því tilefni tók ég mig til og jólaskreytti aðeins… bara gaman að því og kominn tími til 😉

En þá fer nú alveg að koma jólafrí í vinnunni, gæti orðið vinna á mánudaginn en annars verðum við komin í frí á föstudaginn. Helgin er eiginlega alveg óráðin nema mar stefnir á að djamma fyrst Sóldögg verður að spila á lokaballi FÍV og vona ég að sem flestir láti sjá sig. Ég heimta að þeir sem ég þekki fái sér allavega í eins og hálfa tánna og verður að koma með helvíti góða afsökun fyrir að djamma ekki 😛

Gaman að segja frá því að Þórhallur bróðir ætlar að láta sjá sig hérna á Jólunum og kemur hann ásamt Elenu systir á sunnudaginn þannig að öll fjölskyldan mun verða saman þessi jólin og spurning hvað spil jólasveinninn gefi fjölskyldunni til að spila þessi jólin… einhverjar uppástungur? 😉

Jæja, er að molna úr hungri þannig að best að kíkja á Pizza67 og fá sér að éta ásamt Bigga Bóas 😛

Later

Skemmtileg staðreynd: Xmas er stytting á Christmas og er tilvísun í grísku þar sem Christ útfærist á grísku Xristos. Fólk tók að setja fyrsta stafinn í Xristos í staðinn fyrir Christ og er þetta nú orðin hefðbundin stytting í ensku á þessari stærstu hátið kristinna manna.