Untitled

Þá er bara kominn laugardagur og jólin eftir 4 daga… þetta er allt of fljótt að líða! Ég er kominn í jólafrí, kláraði vinnu í gær og fer ekki aftur fyrr en 5. janúar. En já, Sóldögg mun spila á Prófastinum í kvöld og er held ég búist við alveg fínu balli og kannski fjölmennu til tilbreytingar… þar sem þetta er nú lokaball. Hefði nú samt verið meira varið í þetta hefði þetta verið haldið í Týsheimilinu en Prófasturinn er víst eini staðurinn sem við getum fengið fyrir böll hérna í Vestmannaeyjum svo það verður bara að hafa það. Ég held það séu bara vel flestir skólakrakkar og fleiri að fara á djammið í kvöld svo þetta gæti orðið helvíti gaman… verst að myndavélin er í hassi 🙁

En já, ég tók mig líka til mörgum til ómældrar gleði væntanlega og breytti myndaalbúminu… henti því inn á gamla mátann aftur en samt í php svo þetta er svolítið einfaldara en samt sem áður þægilegra. Ég var orðinn svolítið þreyttur á að það vantaði ‘næsta mynd’ og ‘fyrri mynd’ fídusinn 😛 Þá á ég bara eftir að henda gömlu Hver var’inu inn og búa til nokkur í viðbót… það ætti að vera komið inn innan tíðar 🙂

Annars ætla ég að drífa mig í mjólkurbúðina og bara vonast til að sjá ykkur sem flest á djamminu í kvöld…

Skemmtið ykkur 😉

Skemmtileg staðreynd: Árið 1982 varð kaktus manni að bana í Phoenix Arizona. David Grundman skaut úr tvíhleypu á Risa Saguaro kaktus sem endaði með að kaktusinn féll ofan á hann með ofangreindum afleiðingum.