Untitled

Jæja góða kvöldið góðir hálsar, þá er ég kominn aftur. Ný tölva, nýtt útlit á heimasíðu (til bráðabirgða að minnsta kosti, þar til ég kemst í að fínpússa þetta og gera aðeins líflegra 🙂 En ég ákvað að skella bara nógu andskoti plain lúkki á þetta svo það verði sem auðveldast að eiga eitthvað við vefinn 🙂 Ef þið viljið kvarta yfir þessu er ykkur velkomið að gera það í kommentin eða gestabókina… reyni að laga það eftir bestu getu. Þessi bið eftir síðunni stóð aðallega af 4 ástæðum:

    • ég var að bíða eftir tölvunni minni sem ég er búinn að fá

 

  • ég var að vinna á vöktum í ísfélaginu

 

 

  • ég asnaðist til að vilja breyta til á síðunni, kemur stundum upp hjá mér 😉

 

 

  • ég skipti um server, verslaði mér pláss á vefþjónum fjarkennslu.is

 

 

En já… ég er allavega sáttur með útkomuna. Bara svo þið vitið það þá á ég nú aðeins eftir að fínpússa lookið en þetta verður einhvernveginn svona í grófum dráttum. Lítur meira svona út eins og bloggsíða svona sem ég var eiginlega að leita eftir frekar en einhver miðstöð ljósmynda af djamminu í eyjum, eins og þessi síða var einmitt þekkt fyrir lengi vel. Ég er ekki að segja að ég sé hættur að taka myndir af djamminu… bara farinn að minnka það eins og gestir hafa tekið eftir 😛 Fyrst við erum komin út í þessa sálma vil ég minna á að það eru komin 2 ný albúm af djammi frá því heima hjá bixie fyrir nokkru og svo frá afmælinu hennar sæbjargar sem varð 17 ára þann 20. nóvember… 😉 Þær myndir eru að sjálfsögðu með hinum í myndahlutanum. Ég tók einnig svolítið til í linkamálunum á síðunni og skellti þessum fáu sem eftir voru bara í “drop-down” menua hérna til hægri, tók út inactive bloggara og setti aðra inn.

En já… þá held ég að þetta sé bara upp talið. Það eru 3 myndaalbúm sem eru óvirk í myndahlutanum og er það vegna þess að þau hrundu með hinni tölvunni en ég mun ná að redda þeim innan skamms tíma. Já, ég hef líka breytt um look á albúminu og er ég handviss um að það eigi margir eftir að kvarta undan því þar sem það er enginn ‘next’ og ‘prev’ takki á því… mér finnst þetta mun þægilegra þar sem ég kippi mér ekki upp við að þurfa að skrolla aðeins til hliðar þarna fyrir neðan myndirnar 😉 En eins og ég sagði, ef þið viljið kvarta eða bara bæta einhverju við endilega hendið því í komment… og já! Ég týndi gestabókinni minni (já, ég týndi henni!) svo það er komin ný sem ég vil að allir skrái sig í… þá meina ég allir! 😛

Annars bara… lifið heil, ég er farinn í vinnu 🙂

Skemmtileg staðreynd: Að þefa af banana getur hjálpað fólki að losna við aukakílóin.