Untitled

Jæja… það hlaut að koma að því. Tölvan mín heitin lét lífið um eða fyrir helgina og hef ég haldið lífgunartilraunum stanslaust áfram þangað til nú að hún var úrskurðuð látin. Sé ég mikið eftir þessum kostagrip og hefur hún þjónað mér vel og lengi. Farvel góði vin. Útförin mun fara fram í kyrrþey í brennsluofni Sorpu og eru blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en tek ég við peningagjöfum með ánægju.

Þá vil ég benda á það að ég mun draga mig í smá blogghlé á meðan ég vinn mér inn fyrir nýrri tölvu en þau gleðitíðindi hafa nú gerst að ég er kominn með vinnu…. jeeeeij… þá er bara að vona að síldin fari að láta sjá sig og ég geti safnað vænni fúlgu 😉 Þá hefur það nú komið til tals að Sæbjörg nokkur Helgadóttir taki við í mínu bloggfríi og sjái um að halda smá lífi í blogghluta þessarrar annars lífvana síðu (þar sem ég veit að hún nennir ekki að stofna sína bloggsíðu 😉 hvað finnst ykkur? Endilega tjáið ykkur um það í skoðanir (þegar commentin komast í lag).

Þannig er nú það.. nú er bara að vinna sér fyrir nýrri tölvu og mæta svo þrefalt feitari…

En ætla að láta þetta duga núna.

Skemmtileg staðreynd: Einir er kominn með vinnu.