Untitled

Jæja… mar verðu latari með hverjum deginum sem líður… skelfilegt að vera svona atvinnulaus. En þetta fer vonandi að bjargast. Mar biður til guðs að síldin verði góð í ár og vertíðin verði lengur en í 4 daga 😛 Ég er mikið búinn að hugsa að ég hefði kannski bara átt að drattast í skóla þar sem atvinnutækifærin í þessum bæ eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, taka bara fög sem mér líst vel á og kæmu mér að góðum notum þegar/ef ég skelli mér í þetta blessaða iðnnám 😉 Og svo náttlega hugsaði mar líka soldið um félagsskapinn… sem er eiginlega svona 60% af því að vera í skóla 🙂

Skellti mér á fyrsta fylleríið síðan á Þjóðhátíðinni á föstudaginn síðasta þegar Busaball FÍV var haldið og vildi svo skemmtilega til að ég steingleymdi myndavélinni. Sá þó Garðar Heiðar og Smára vera að taka einhverjar myndir sem ég hef ekki enn heyrt af að séu komnar á netið. Orðið á götunni segir að þeir muni sjá um nemendafélagssíðuna á þessari önn og eru þeir víst í óðaönn að hanna hana… eða hvað? Allar upplýsingar um það mál vel þegnar…

En já, við byrjuðum heima hjá Sæbjörgu og var bara fámennt en góðmennt þar. Árni Óli skellti sér óvænt til Eyja og mætti hann að sjálfsögðu með myndavélina góðu og tók hann upp nokkur góð clip það kvöld sem við horfðum á næsta dag. Hljómsveit Íslands spilaði fyrir dansi á Prófastinum og verð ég bara að segja að ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel á skólaballi 🙂 Tóku hvern smellin á fætur öðrum og var bara geggjuð stemmning sem myndaðist. Eftir ballið sátum við bara fyrir utan Flamingó í dágóðann tíma og ætluðum að fylgjast með hvar partýin væru… en það fóru bara allir heim þannig að við bara sátum lengur þarna fyrir utan. Árni með gítarinn og var bara helvíti gaman 😛

Djammstjörnugjöf Einis:

Svo er það íslenska Idolið… ég held ég viti af 4 sem ákváðu að taka þátt í því. Það eru þau Arndís Ósk, Karen, Sigurjón og Jóse, en þess má geta að Grjóni og Jóse komu of seint og misstu því af áheyrninni… þvílíku sauðirnir 😛 En já, Arndís og Karen komust báðar áfram í 60 manna úrtakið eftir því sem ég best veit, en Karen ákvað þá að hætta vegna þess að henni leist ekki á samninginn held ég. Arndís hinsvegar heldur ótrauð áfram og kom það mér ekkert á óvart þar sem hún syngur eins og engill (og er frænka mín 😉 En já… nú verður mar bara að fylgjast með þessu Idol dæmi á stöð2 í vetur og vona það besta ;D

GANGI ÞÉR VEL ARNDÍS MÍN :***

Jæja, best að halda áfram að leita sér að vinnu svo mar grotni ekki niður í frumeindir hérna… Árni kemur reyndar til Eyja um helgina og er þá spurning hvort við tökum okkur bara ekki til og lönum í Command&Conquer Generals… roooosalegur leikur… en já… chao!

Skemmtileg staðreynd: Vespur sem lifa á gerefni eiga það til að verða ölvaðar og “drepast” (áfengisdauða).