Untitled

Jæja… maður verður latari og latari með hverjum deginum… En já, fór í staffaparty hjá Pizza67 á föstudaginn og var það bara ágætis skemmtun. Var nú í byrjunina ekki að meika djamm en svo horfði mar á Idolið og það kitlaði nokkuð hláturtaugarnar… hahaha, þvílíka snilldin. Ég, Steebman og Hlynsi vældum úr hlátri hérna heima yfir þessu og svo var skellt 2 Simpsons þáttum á og ekki var það neitt verra. Eftir það var haldið af stað í partýið og vorum ég og Stebbi aðeins of edrú þannig að það var ákveðið að skella aðeins í sig. Frí bolla og bjór og bara name it. Allt morandi í drykkjuleikjum svo mar hafði ekki undan að fylgjast með þeim öllum, hvað mar mátti gera og hvað ekki. Það endaði ekki betur en það að ég var gjörsamlega sótölvaður, en skemmti mér mjög vel að ég held 😛 Ég vil þakka öllum sem að þessu stóðu fyrir frábæra skemmtun og vel skipulögð skemmtiatriði 🙂 og einnig vil ég þakka öllum fyrir samveruna =)

En já, Sæbjörg tók nokkrar myndir í þessu Partýi og eru þær eins og alltaf í Myndasekksjóninu.

Djammstjörnugjöf Einis:

Djöfull er samt orðið ógeðslega kaaaaaaalt! Alveg við frostmark og ég rétt meikaða inní bíl áður en ég frýs… veturinn farinn að banka allsvakalega á dyrnar. Svo byrjar Amazing Race í kvöld. Spurning hvort mar ætti að fylgjast með frá upphafi núna? Ég hef reyndar aldrei verið þessi sjónvarps maður. Svo með þetta pentagon blogg, allir að verða vitlausir af því þetta rusl er lokað. Ég myndi bara skella mér á eitt stk. blogger.com blogg þar sem þetta er mun hraðvirkara og muun skemmtilegra og þetta býður upp á fleiri möguleika. Takiði Hildi Dögg til fyrirmyndar 😉

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í dag… Chao

Skemmtileg staðreynd: Bara með því að endurvinna eina áldós fæst næg orka til að halda sjónvarpi í gangi í 3 klukkutíma.