Untitled

Jæja þá er komið að því… goslokahátíðin er hafin, hófst kl. 4 í dag með setningu einhversstaðar uppá hrauni og Eyjamenn kveiktu saman á friðarkertum um allan bæ. Endalaus dagskrá sem fylgir þessari blessuðu hátíð og hefur mar fullt í fangi með að fylgjast með öllu draslinu og velja úr hvað mar vill skoða 😉 Mér líst bara helvíti vel á þessa dagskrá og er alveg pottþétt djamm á morgun þar sem mar mun byrja vonandi í einhverju snilldar partýi… svo fer mar niðrí Skvísusund í smá tíma og svo á Papana uppí Höll! Svo þegar þeir hætta þá bara skellri mar sér aftur niðrí Skvísusund og klárar djammið þar fram á RAAAAUÐA =)

Annars er ég búinn að ráða mig sem dyravörð á Laugardagskvöldið niðrí Skvísusundi í einni Krónni þannig að mar verður bara rólegur það kvöld 🙂 Held það verði bara fínt… vinna sér inn smá auka penge 😉 En mar bíður bara spenntur eftir morgundeginum þar sem þetta er svona eins konar upphitun fyrir Þjóðarann… sem einmitt er farið að styttast ALLVERULEGA í! Einhverjir 28 dagar eða svo 😀 Svo var ég að lesa á dalurinn.is að Þjóðhátíðarlagið 2003 verði frumflutt í Ísland í bítið í fyrramálið og verði svo spilað villt og galið í Skvísusundinu um helgina! Ég held að Þjóðhátíðarfílingurinn komist í annað ef ekki þriðja veldi um helgina!

En allavega… ég ætla að fara að skoða eitthvað af þessu sem er í boði í kvöld… víst einhver blönduð dagskrá niðrá Stakkó…

Chao

Skemmtileg staðreynd: George Washington ræktaði marijuana í garðinum sínum.