Untitled

Þá er helgin komin og stefnir allt í heljarinnar djamm á morgun. Fer í brúðkaupsveislu hjá frænku minni henni Önnu Lilju, en hún og Kjartan eru að fara að gifta sig á morgun. Búist er við heljarinnar fjöri og látum þar sem Tómas Ingi bróðir hennar verður veislustjóri og guð má vita upp á hverju hann tekur 😉 Þess má geta að þetta verður fyrsta brúðkaupið sem ég fer í á ævinni… er það ekki frekar lélegt? 20 ára? Well… hlakkar nokkuð til en við ætlum einmitt líka að grilla á morgun krakkarnir þannig að ég held að þetta verði bara eitt snilldarkvöld. Spurning hvort mar fari í Höllina, en Popplandsliðið verður þar, Jón úr Jet Black Joe og Stebbi Hilmars og einhverjir verða. Það verður bara að koma í ljós.

Annars var ég að fá ansi skemmtilegt e-mail frá Ágústi nokkrum Halldórssyni (Áka) þar sem hann sendi mér svona test til að sýna alkahólmagnið í blóðinu eftir því hvað þú ert að drekka og læti… algjör snilld og er þarna hægt að fylgjast með hvað ætti að vera nóg til að “get wasted” án þess að þurfa að fara yfir strikið við það í leiðinni 😀 Mailið hljómaði svona:

Ég var nú bara að varfra á netinu á datt inn á þína snildar síðu og vill ég hrósa þér fyrir hana 🙂 en man þá eftir sotlu.

Við Vestmannaeyjingar eru oft MJÖG drukknir og vitum varla hvað við meigum drekka mikið svo ég reddaði þessu forriti á hjá sjóváalmennar og væri alger snilld ef hægt væri að downloada þessu á síðunni þinni.

Þetta er ekkert svo stórt þanning ég vona að þú getir reddað þessu svo við eyjamennirnir verðum ekki of full og gerum einhverja skandala 🙂

BARA SMÁ VÍTI TIL VARNAÐAR.

Þið getið náð í þetta sniðuga skjal hér.

(ATH – það þarf Excel til að skoða þetta… þakka þér Áki 😉

Skemmtileg staðreynd: Örbylgjuofninn var fundinn upp eftir að vísindamaður sem gekk framhjá radargöngum fattaði að súkkulaði sem hann var með í vasanum hafði bráðnað.