Untitled

Jæja kominn tími til að blogga meir… allir að reka á eftir manni þannig að mar er greinilega mikilvægur liður í vafri margra hér á þessari eyju… og víðar 😉 En já… byrjaði sem flokkstjóri í vinnuskólanum á þriðjudaginn. Fíííínasta vinna og fékk ég bara einn rólegasta og duglegasta hóp af krökkum sem sögur fara af… algjör snilld. Fengum það skemmtilega verkefni út vikuna að mála róluvelli.

Í gær var svo ákveðið að fá sér í eins og aðra tánna þar sem vinnuvikan var nú að klárast og er það alltaf tilefni til að fá sér eins og 2 – 12 bjóra eða svo 🙂 Vorum nokkur heima hjá Sæbjörgu og verð ég að hryggja ykkur með því að ég gleymdi að hafa myndavélina með en það var alveg mögnuð stemmning þar… Siggi Ari og Frikki bróðir hans létu sjá sig og tók Frikki nokkur stórskemmtileg lög á gítarinn. Eftir það skelltum við okkur svo á Lundann þar sem Hálft í hvoru spiluðu fyrir dansi og einnig var hljómsveitin Land & synir á svæðinu og var Hreimur fenginn til að taka nokkur lög með þeim. Algjör snilld og var bara helvíti margt þarna. Endaði heima um kl hálf 5, kvöld sem mar ætlaði bara að sötra smá og djúsa svo í kvöld 🙂

Djammstjörnugjöf Einis:

Í kvöld ætlum við svo að grilla heima hjá Birnu og var ég svo heppinn að kaupa mér rauðvín í gær þannig að mar drekkur það með matnum 😉 Ætla að muna eftir að taka myndavélina með í kvöld þar sem ég sé að það er alltof langt síðan ég tók síðast myndir. Ég býst við alveg heljarinnar stuði í kvöld og er aldrei að vita hvar mar endar… á ballinu uppí höll eða í einhverju svaðalegu partýi 😀 En já, ætla ekki að hafa þetta lengra… hendi myndunum inn á morgun eða hinn 😉

Skemmtileg staðreynd: Bandaríkjamenn éta um það bil 50kg af súkkulaði á hverri sekúndu.