Untitled

Þá er annarri vinnuvikunni lokið og ekkert nema gott um það að segja. Jónsmessan í kvöld og verða herlegheitin haldin í Fiskiðjusundinu sem ég man ekkert hvað heitir 😛 Made in China byrja að spila milli 11 og 12 í kvöld tjáði Birkir Ingason mér (trommuleikarinn í MIC, en ég er einmitt yfir honum í vinnuskólanum 😉 og eiga þeir að spila til rétt rúmlega 1. Þá taka Magni og félagar í Á móti Sól við og spila fram á rauða nótt 🙂 Það er búið að vera GEÐVEIKT veður í allan dag og er ég að ég held brenndur á nefinu… en það er bara gaman að því.

Svo er ‘gaman’ að segja frá því að í gær festi Sirrý sig í einhverjum offroad tilraunum rétt hjá Urðavita, og þá erum við að tala um að hún PIKKfesti sig. Hún, Siggi Ari, Stebbi og Andrea voru í bílnum og ætlaði ég að vera voða góður á jeppanum mínum og hjálpa þeim út úr þessu en það gekk betur en svo að mér tókst að smalla kúplingsdisknum í hestinum. Það fór svo að kalla þurfti út Arnar Inga frænda á tröllinu sínu og kom hann og hafði ekkert fyrir þessu… geggjaður Chevy Blazer.

En já… djamm í kveld og ég veit að þetta verður magnað djamm… veðrið er að brilla og það er geðveik stemmning hjá ÖLLUM fyrir þessu balli 🙂 Jæja… best að fara að drullast til að gera allt til… fara í mjólkurbúðina og svona… 🙂 Og já… ég gleymdi að taka myndir síðustu helgi… báða dagana. LOFA núna… ég skal muna að taka myndir allavega fyrir ballið 😛

Skemmtileg staðreynd: Hver ökumaður flautar að meðaltali 15.250 sinnum á ævinni.