Untitled

Hmmm… ég var að taka eftir eins og kannski einhver ykkar hafa tekið eftir að myndirnar eru ekki að virka í myndasekksjóninu en það myndi vera út af því að Jói Formaður var svo góður að henda öllum albúmunum út af servernum… en hann var einmitt búinn að gefa mér leyfi til að geyma myndirnar á nemendafélags servernum. Ég veit ekki hvort þetta var óvart hjá honum eða hvað en ég leita nú sem óður maður að nýjum server til að fá að geyma myndirnar á og ef þú veist um einhvern server máttu alveg senda mér línu 😛

Annars er það að frétta að maður varð loksins 20 ára í dag 😀 Fór nú samt ekki í ríkið eins og ég ætlaði mér en geri það örugglega næstu helgi þar sem ég klára prófin á föstudaginn. Svo er það bara spurningin hvenær mar á að halda uppá þetta 😛 Arndís vinkona kemur 26. maí þannig að ég held það einhverntíman um það leiti 😉

En já… ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. á 2 próf eftir, Jarðfræði og Íslensku en það verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og föstudaginn svo mar hefur enn tíma til að slappa af 😉

Take care…

Skemmtileg staðreynd: Öll börn eru litblind þegar þau fæðast.