Untitled

Ég var að koma úr minningarathöfn sem var haldin uppí skóla áðan til minningar um Önnu Ragnheiði Ívarsdóttur og ég bara get ekki lýst því hversu erfitt þetta var. Séra Þorvaldur Víðisson byrjaði samkomuna með því að lesa upp úr Biblíunni og svo var komið að Önnu Sigríði að syngja og var það ekkert smá flott… maður gjörsamlega barðist við tárin. Svo var komið að vinahópnum sem Anna heitin var í en þær eiga mikið hrós skilið fyrir að skipuleggja þessa minningarathöfn. Það eru þær Arna Björg, Halla, Guðrún Lena, Ingibjörg, Lísa, Unnur, Helena og Hafdís, þetta var til fyrirmyndar stelpur. Þær lásu fallegt ljóð og eftir það var eitt af uppáhaldslögum Önnu Ragnheiðar spilað. Svo tóku Gústaf og Unnar Gísli sig til og sungu frumsamið lag/ljóð eftir Gústaf til Önnu Ragnheiðar sem heitir Minning þín. Þessi athöfn var öll til fyrirmyndar og eins og presturinn komst að orði var gaman að sjá hve samheldinn hópur unga fólkið í Eyjum er á tímum sem þessum.

Mig langar til að votta foreldrum, systkinum, ættingjum, vinum og kunningjum Önnu Ragnheiðar heitinnar mína dýpstu og innstu samúð sem og öðrum sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum. Þessi athöfn fékk verulega á mig og get ég því rétt ímyndað mér lítið brot af því sem þið eruð að ganga í gegnum. Eins bið ég fyrir bata þeirra Helgu Bjarkar og Kristjönu sem liggja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Blessuð sé minning þín Anna Ragnheiður Ívarsdóttir,

Minning þín mun ávalt lifa, eins og einhver sagði;

Eyjarnar hafa misst eitt fegursta blóm sitt.

Hvíl þú í friði.