Untitled

Djöfull hata ég þegar maður er búinn að skrifa alveg heilan helling hérna í þetta blessaða blogg og Explorerinn ákveður að molda í brækurnar og þessir 300 metrar af texta sem mar var búinn að blogga er farinn í ruslið. Þetta skeði allavega hjá mér í gær og varð það til þess að ég nennti ekki að blogga aftur fyrr en í dag 😉 En já, helgin hjá mér var í svona ágætasta lagi… Á föstudeginum var ég heima hjá Magna félaga og vorum við bara að sötra bjór þar. Ætluðum svona seinna um kvöldið að kíkja á Bixie, Sigga Ara, Aron og Gulla sem höfðu ákveðið að tjalda útí móa og ætluðu að djúsa þar. Það reyndar varð ekkert af því fyrr en bara seint um nóttina en Bixie og þeir fóru uppí Hrafnakletta þar sem 10. bekkingar (og fleiri) voru að fagna prófalokum, en þangað nenntum ég og Magni ekki. Endaði með því að við kíktum uppí tjöldin í svona 10 mínútur þar sem engin stemmning var þarna uppfrá.

Á laugardeginum vaknaði mar í hádeginu og fór svo að horfa á Sigga bróður uppí íþróttamiðstöð en þar var víst eitthvað mót í Inline Hokkí og var hingað komið lið frá Hellu og læti. Hittum Hrefnu Dís og Bigga, kærastann hennar þar uppfrá. Svo kom Árni Óli þangað en hann hafði ákveðið að vera í Eyjum yfir Eurovision og ekki var það nú leiðinlegt 😀 Hann vildi að við myndum byrja að djúsa strax niðrá Skansi en þar sem ég var á leiðinni í stúdentaveislu hjá Thelmu Rós frænku var það ekki hægt. Eftir veisluna var planið að fara heim til Magna og horfa á Eurovision og vorum við nokkur þar. Get ekki líst því hvað þetta voru mikil vonbrigði að sjá þessar Tyrkjarottur vinna þessa keppni, þó mér sé eiginlega nokkuð sama um þessa blessuðu keppni… bara þessi ljóta Tyrkja-Gudda átti þetta ekki skilið. Og hvað var málið með þessa grísku? Var þetta gríska brjóstagyðjan eða? 😀 Ein sem ætlaði að fiska soldið út á tútturnar… austurríski gaurinn var náttlega bara þroskaheftur þarna með mömmu sína í bakröddum og pappadýr í hljómsveitinni. Tatu sökkuðu… ég veit ekki hvort ég hafi verið með of miklar væntingar en hvernig gat ég annað? Búið að tala endalaust um að þær myndu stúta þessari keppni og þvílíka auglýsingin sem þær fengu. Spænska gellan var heví flott og hefði ásamt Íslandi átt að lenda aðeins ofar. En já, ætla að láta þetta duga af þessu blessaða Eurovisioni.

Eftir Eurovisionið var farið í sameiginlega stúdentaveislu sem allir stúdentarnir stóðu fyrir niðrí Akóges. Þar var ágætis stuð en ég var orðinn nokkuð drukkinn þegar ég fór þaðan ég man ekki klukkan hvað og fór heim til Bixie… þar var ég í svona klst í mesta lagi og var eiginlega ekkert að skemmta mér… voru líka allt of margir þar. Þannig að ég bara rölti alla leiðina heim og fór að sofa 😉 Ég sá reyndar ekkert eftir því þegar ég vaknaði næsta dag ekkert þunnur (thank god!) annað en sumir 😉

Djammstjörnugjöf Einis:

Svo er annars lítið að frétta, nema jú að ég henti flestum myndaalbúmunum inn og fær Sindri sérstakar þakkir fyrir það 😉 Einnig er ég kominn með vinnu í sumar og er ég bara nokkuð sáttur með það þar sem ekki var nú úr miklu að moða í þessum blessaða bæ. Ég mun s.s. vinna sem flokkstjóri í Vinnuskólanum í sumar og verð ég bara að segja að mig hlakkar bara nokkuð til 😀

Skemmtileg staðreynd: Dökkhærðir menn eru yfirleitt með í kringum 110.000 hár á hausnum á meðan rauðhærðir eru “einungis” með um 90.000.