Untitled

Jæja… soldið síðan mar bloggaði síðast en þannig er nú mál með vexti að mar asnaðist til að downloada og setja upp Championship Manager 4 sem er víst að meikaða um þessar mundir á Íslandi. Þannig er nú mál með vexti að Magni keypti sér þennan leik og síðan þá hefur hann ekki farið út og er sömu söguna hægt að segja um þónokkra hérna… En ég hef nú aldrei verið neinn CM4 fan en ákvað að slá til á mánudaginn þar sem ég datt liggur við í sundur úr aðgerðarleysi. Svo það lítur út fyrir að mar eigi eftir að liggja í þessum leik næstu daga, eða allavega virku dagana í komandi vikum, held að Aron.com sé að takast að draga mig á fyllerí ásamt Bixie, en við ætlum að taka laugardaginn snemma og hita upp fyrir stórleikinn Manchester United – Liverpool sem verður kl 12:30 😉 Áfram LIVERPOOL!

En já… annars er það í fréttum að stefnt er á að mannskapurinn skelli sér til Reykjavíkur í páskafríinu og er áætlað að fara föstudaginn 11. apríl með annarri hvorri ferð Herjólfs. Búist er við þvílíku stuði og látum en þar verður ýmislegt gert til skemmtunar en þess má geta að Scooterinn verður EKKI eitt af því enda myndi það ekki teljast til skemmtunar 😉 Annars hef ég voðalega lítið meira að segja annað en að ég er alltaf að henda nýjum og nýjum bloggurum þar sem þetta bloggerí er gjörsamlega að eigna sér landann. Og já… komnar yfir 30.000 heimsóknir! Það er ekkert annað… ég ætlaði nú að gefa verðlaun fyrir þrjátíuþúsundustu heimsóknina en það verður bara að bíða til fjörtíuþúsundustu 😛

Þangað til næst… chao

Skemmtileg staðreynd: Adolf Hitler var valinn Maður ársins árið 1938 af tímaritinu Times.