Untitled

Mar skellti sér á LAN um helgina hjá Gulla þar sem ég og Aron tókum okkur til og ákváðum að lana í CM4. Það var svosem ágætt en þetta lan stóð stutt þar sem Gulli kall ákvað að slútta laninu í gær og skella sér bara á hörkudjamm. Ég átti kippu af Thule og ákvað bara að slá til og byrjaði að sötra þarna um 9 leitið eða svo. Ágætis fólk sem var þarna og var bara setið og spjallað. Svo kom Bixie þangað og dró mig og Guffa með sér á Lundann, og annaðhvort var ég bara svona blindfullur eða þá að það var bara hörkustuð þar. Hittum þar Eygló Egils og Kareni sem voru í þvílíkum flemming á dansgólfinu. Þaðan var síðan haldið í partý sem átti að vera hjá Bjögga Vatnsheila (ekki spurja mig um þetta viðurnefni, þetta eru Vestmannaeyjar 🙂 en þar var ekkert að ske en þá fréttum við af partýi heima hjá Eyrúni svo við fórum þangað. Þar var hið fínasta fólk og mögnuð stemmning á dansgólfinu… en um hana sáu þær Eygló og Karen aðallega 😉 Svo fórum ég og Biggi úr þessu partýi um 7 leitið og ákváðum að koma við hjá Gulla og gá hvort ekki væri enn djamm þar (sem mar hefði betur sleppt útaf ónefndri ástæðu!) En þar voru allir dauðir svo við bara fórum heim samferða Hildi og enduðum við á eins og hálfs klukkustundar spjalli þrjú á Brimhólabrautinni í skítakulda þannig að mar vera ekki kominn heim fyrr en um 9 leitið í morgun… þannig að ég sé að mar hefur þetta alveg í sér ennþá, að djamma frammá RAUÐA 😀

Allavega er ég að spá í að fara að sofa núna þar sem takmarkið er að mæta í skólann á morgun og er þá ekki stefnt á lítið… allvega ekki fyrir mig 😉

Annars ætla ég að útnefna flottustu skutlu helgarinnar og fær bixie þau verðlaun fyrir frábæra takta í partýinu hjá Eyrúni þar sem hann tók sig til og skutlaði sér á Hannes og bjargaði honum frá örugglega einhverju…? 😀

En allavega… góða nótt :*

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Tveir af hverjum fimm eiginmönnum segja konunni sinni daglega að þeir elski hana. (er það ekki bara fín nýting? 🙂