Untitled

Þá er barasta kominn mánudagur og eins og sagt er… mánudagar til mæðu… en ég verð nú bara að segja eins og er að þetta á örugglega eftir að verða fínasti mánudagur. Samfylkingin er með einhvejra kosningabaráttu í gangi og er víst á ferð um landið að kynna flokkinn og málefni hans og á ferð með þeim er Botnleðja, sú eðalhljómsveit þannig að það er ekki spurning að mar kíkir á þá í kvöld. Giggið byrjar að ég held klukkan 8 niðrá Prófasti og munu MIC og Brutal hita upp fyrir Leðjuna. 16 ára aldurstakmark og það er frítt inn 😉

Annars er nú farið að styttast allsvakalega í þessa blessuðu Reykjavíkurferð en mar er ekki búinn að ákveða hvort mar fari uppá land á fimmtudeginum eða föstudeginum. Það hlýtur að fara að koma í ljós…

Rakst á þessa síðu á netinu og er þar hægt að fylgjast með statusnum á stríðinu í tölum. Hvað þetta stríð kostar, hvað er búið a varpa mörgum sprengjum og þess háttar drasl…

Annars er ég barasta farinn að gera eitthvað sniðugt…

Skemmtileg staðreynd: Íbúar Kentucky í Bandaríkjunum eru skyldugir samkvæmt lögum að fara í bað allavega einu sinni á ári.