Untitled

Þá er kominn tími til að segja frá þessari vægast sagt viðburðarríku helgi sem var að líða en við tókum okkur nokkrir til og skelltum okkur til Reykjavíkur að lyfta okkur aðeins upp, ásamt ýmsu öðru. En já, ferðin var einhvernveginn svona… (ég man alveg örugglega ekki eftir öllu ;):

Fimmtudagurinn 10. apríl

Dröttuðumst í Herjólf um 15:30 og komum í bæinn um kvöldmatarleitið þar sem var farið beint á Subway og étið á sig gat. Svo fórum við niðrí Háskólabíó til að athuga hvort enn væru miðar eftir á Jackass sem átti að sýna daginn eftir og jájá, viti menn, ég, Hlynsi og Aron fengum 3 sæti á fínum stað á hálfvirði og vorum við bara nokkuð sáttir. Svo var haldið í bíó að sjá myndina National Security með Martin Lawrence og var það bara hin fínasta mynd. Svo var haldið heim á leið og farið að sofa til að safna kröftum fyrir morgundaginn 😉

Föstudagurinn 11. apríl

Man ekkert hvenær ég vaknaði en byrjaði allavega á að fara með peyjunum niðrí Kringlu til að éta og var að sjálfsögðu farið á Subway. Á stjörnutorginu hittum við Verzlinginn Magga Berg og var ekki annað að sjá en að Reykjavíkin færi vel með peyjann og þurfum við ekki að óttast um hann held ég. Svo ætluðum við í Go-kart en nei, lokað í Keflavík og brautin í Garðabæ er ömurleg þannig að við fórum bara upp í Keiluhöll og tókum nokkra pool leiki þar sem ég fór á kostum og tapaði flestum leikjunum með því að skjóta helvítis svörtu rottunni alltaf ofan í. En svo var ákveðið að fara að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu í Kassaklifri í Smáralindinni þar sem skemmst er frá því að segja að ég fór með sigur af hólmi. fór upp í 50 kassa og var kominn vel upp úr þakinu á Smáralindinni þegar nett vindkviða kom og setti mig úr jafnvægi. Eftir að hafa unnið þetta var ákveðið að fara í Klifurhúsið með Árna Óla og var það bara helvíti skemmtilegt verð ég að segja. Vantar alveg svona dæmi til Eyja. En eftir smá klettaklifur var svo farið að redda okkur í ríkið… það tókst einhvernveginn á endanum (þurftum að fara í Spöngina:). Svo var farið heim til Árna Óla þar sem var hitað upp fyrir Jackass sem ég verð að segja að ollu mér töluverðum vonbrigðum. Þetta var einhver 1 – 1½ tími og fannst mér þeir ekki vera að gera neitt eitthvað rosalegt… ég hefði orðið brjálaður hefði ég borgað fullt verð fyrir miðann. En nóg um það, eftir þetta var haldið heim til Árna Óla og haldið áfram aðeins þar. Svo fórum við niðrí bæ og var allt troðið af fólki þar. Hittum Ella og Björn þar og reddaði Elli okkur inn á held ég alla staði sem við vildum fara inná og meira en það 😉 Svo byrjaði maður að týna liðinu smám saman en ég fann allavega Aron og Hlynsa aftur inni á Gauk á stöng þar sem Tell me – Tell me-júróvisjónkerlingin (Telma eða eitthvað) var að syngja ásamt einhverjum og var bara fínt stuð þar inni. Svo keyrði Ólöf vinkona mann heim um 6 leitið þar sem mar lét lífið.

Laugardagurinn 12. apríl

Vaknaði við eina mestu snilld sem ég hef kynnst þegar Bixie hringdi í mig klukkan hálf 11 og sagði mér að hann hefði vaknað á bekk niðri á BSÍ eftir nóttina. HAHAHAHAHA… gaf honum númerið hjá Hlynsa og hann og Grjóni sóttu hann á BSÍ. Svo fór mar frammúr á hádegi og var farið beint í ríkið og byrjað að drekka um 2 leitið heima hjá Árna Óla útá svölum í GEÐVEIKU veðri… mér fannst ég vera á Costa bara eða eitthvað… nei kannski ekki alveg, en það var geðveikt gott veður. Svo var gítarinn tekinn upp og sungið og trallað og haft gaman og allt í einu var klukkan orðin margt (man ekki hvað 😉 og við ákváðum að kíkja eitthvað út. Fórum í eitt súrasta partý sem ég hef augum litið einhversstaðar hjá vinkonu hennar Hófí, en þar voru svona 8 krakkar sem voru að sjá fullt fólk í fyrsta skipti held ég og húsráðandinn var einhver geðveik rauðsokka með hreingerningaræði, hlaupandi um allt með ryksugu og tusku og ekkert mátti ske… helltist held ég vatn í stigann og hún fékk flog á staðnum… vorum ekki lengi að drullast þaðan út. Svo var eitthvað vesen hvert við áttum að fara þannig að við ákváðum að fara og fá okkur Devitos pizzur sem eru btw bestu pizzur í heiminum, og var svo farið heim til Héðins Þorkels þar sem við spiluðum GÚRKU… ég segi bara, ég hefði átt að fara með Bixie og Bróa á BOOMKICKER eða hvað sem þessi staður hét 😉

Súr endir á annars fínum Laugardegi.

Sunnudagurinn 13. apríl

Vaknaði í hádeginu og fór að rúnta með Gísla Steinari og Aron.com þangað til mar ákvað að fara bara heim þennan dag og fékk ég far með Aroni og mömmu hans. Herjólfsferðin var fín og var þetta því bara hin fíííínasta ferð 😉 Vel heppnuð Rvk ferð í einu og öllu og er rétt að geta þess að Hlynsi og Grjóni eru enn uppá landi að meikaða á Akureyri eða eitthvað. Who knows? 😛 Allavega vil ég þakka öllum fyrir frábæra ferð og skemmtun sem í henni voru 😉

Djammstjörnugjöf Einis:

Svo tókum við okkur til í gær, ég, Hildur, Aron.com og Steebman og klifum Mount Dalfjall og var það fínasta afþreying. Þegar komið var á toppinn hélt ég að við myndum öll fjúka út í sjó en það voru örugglega 20 – 25 metrar á sekúndu þarna uppi. Tók nokkrar myndir þarna uppi og er þær myndir að finna á myndasíðunni hennar Hildar. Einnig tók ég upp eina netta vídjóklippu og þar sem ég var búinn að lofa ykkur því að Aron.com muni falla í kommentunum hérna í fyrra bloggi á hún vel við því maðurinn fellur kylliflatur á leiðinni niður fjallið 😉 Klippan er hér og þar sem hún er frekar stór (9.28MB) mæli ég með því að þið hægrismellið á linkinn og farið í “Save Target As” og skoðið hana svo 🙂

Annars held ég að þetta sé lengsta blogg í heiminum og ætla ég því að slútta þessu hér.

Takk fyrir 😉

Skemmtileg staðreynd: Meðalmanneskja eyðir um 2 vikum af ævinni í að kyssast.