Untitled

Wow… langt síðan ég bloggaði… og ég hef ekki sömu ástæðu að gefa og pentagon bloggararnir þar sem pentagon serverinn hrundi í einhverja 2 – 3 daga um daginn. Nei, eina sem ég get gefið ykkur er leti. Letin er alveg að fara með mann hérna. Ég verð bara að segja eins og er að þetta páskafrí er allt of langt… En já, fékk mér í glas á laugardaginn, það er svosem ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég, Árni Óli, Bixie og Aron.com ákváðum að redda okkur í ríkið rétt fyrir 2 og keyptum okkur bjór og svo ætluðu Árni og Bixie niðrí æfingarhúsnæðið hjá Liana Creepers sem er hljómsveit sem Bixie er í. Þeir voru svo að reyna að draga mig með sér en ég sagði þeim að ég nennti ekki að byrja strax og þar að auki var ég á bíl… svo allt í einu gaf greyið bíllinn upp öndina rétt fyrir utan æfingahúsnæðið og ég held svei mér þá að þetta hafi verið sign um að ég ætti að byrja að fá mér í glas, svo ég bara fór með þeim og vorum við þarna að sötra bjór og spila eins og maniacs í 8 – 9 fu**** klukkutíma! Enda var ég með vænt suð í eyrunum sem ég var að losna við í gær eða fyrradag. En já, svo var haldið til Svenna um 11 og svo þaðan heim til Bixie og svo loks á Lundann sem átti að vera opinn til 5 en helvítis refurinn vissi alveg að hann mætti ekki vera með opið lengur en til 3 og var rekið út þá… NIÐUR MEÐ LUNDANN.

Djammstjörnugjöf Einis:

Annars er mest lítið búið að vera að ske í þessu blessaða Páskafríi. Fór í fótbolta á sunnudaginn þar sem mitt lið (ég, Gaui, Andrea og Hildur) stútuðum Hlynsa, Grjóna, Kára og Wixa 🙂 ekkert nema gott um það að segja. Svo eru peyjarnir að lana niðrí Eyverjasal núna og kíktum ég og Aron þangað í gærkvöldi og tókum einn nettan billjard leik á snóker borði… en það er eitthvað sem ég mæli ekki með að þið gerið 🙂

En svo er það spurning með djamm í kvöld, en þau Hildur, María og Viktor voru að spurja mann hvort mar ætli ekki að djamma í kvöld… er ekki alveg ákveðinn en það stefnir í það sýnist mér… Leikur á eftir sem mar fær sér alveg örugglega einn öl yfir eða tvo 🙂 Man Utd vs. Real Madrid og spái ég því að real vinni þennan leik 1 – 2 eða þá að hann fer jafntefli… 2 – 2.

Annars er ég að spá í að kalla þetta bara gott í dag og bið að heilsa…

Skemmtileg staðreynd: Karlmönnum með sítt hár var ekki hleypt inn í Disneyland í Bandaríkjunum fyrr en sú regla var tekin úr gildi árið 1960.