Untitled

Jæja það hlaut að koma að því. Ég asnaðist til að búa til svona QuizYourFriends próf sem er víst að gera allt vitlaust hérna á meðal bloggara. Prófið er að finna hér. Endilega spreytið ykkur á þessu og sýnið mér hve vel þið þekkið mig 😉

Ég hef ákveðið í kjölfar þessa prófs að taka niður upplýsingarnar um mig á þessari síðu í smá tíma… til að fyrirbyggja svindl 😀

Annars var ég að sjá á blogginu hjá Stebba að hann er með könnun í gangi um hver ætti að vera kosinn næsti formaður nemendaráðs FíV og hefur hann sett mig í könnunina, helvítið af honum og ég er meira að segja kominn með atkvæði! En þar sem ég held ég fari ekki í skólann á næstu önn er mjög hæpið að ég bjóði mig fram til formanns, fyrir utan það að ég er engan veginn maður í að vera formaður einhversstaðar 😀 Annars held ég að Stebbi hafi bara með þessu verið að fá staðfestingu á því hvort hann ætti að skella sér í framboð eða ekki, ég segi bara eitt: Drullaðu þér í framboð Stebbi! Ég styð þig 😀

Skemmtileg staðreynd: Skoðanakannanir sýna að 40% þeirra sem eiga hund eða kött, eru með mynd af dýrinu í veskinu sínu.