Untitled

Já, meistaraflokkur kvenna ÍBV í handbolta gerði sér lítið fyrir og tryggðu sér Deildarbikarmeistaratitilinn (heitir þetta ekki annars það? 🙂 í dag þegar þær unnu lið Hauka áðan. Man ekki alveg hvernig þetta endaði en þær unnu þetta nokkuð örugglega, en leikurinn var búinn að vera mjög spennandi framanaf. Ég er nú ekki vanur að horfa á handbolta en þar sem 3 valinkunnir bloggarar eru nú í liði ÍBV og plús það að leikurinn var sýndur í beinni varð maður nú að slá til 😉

En já… til hamingju með titilinn Birna, Hildur Dögg og María… ég sá ykkur í sjónvarpinu! 😀

Þess má geta að myndin við þetta blogg er af henni Birnu, upprennandi markverði og rúntara. 😉

Svo asnaðist ég til að uppfæra Hver var… betra er seint en aldrei eins og einhver snillingurinn sagði 😛

Skemmtileg staðreynd: Fleira fólk deyr af völdum kókóshneta í heiminum en af völdum hákarla.