Untitled

Kominn miðvikudagur og helgin nálgast. FíV sýningin á Gauragangi verður kl hálf níu í kvöld og ákváðum ég, Hlynsi, Grjóni og Stebbi að skella okkur bara. Leikfélagsfólkið var svo sniðugt að vera með forsöluna bara í skólanum í morgun og fram yfir hádegi þannig að mar bara keypti miðann þar. Lítið annars búið að vera að ske hjá manni. Bara hanga í tölvunni og þess háttar leti. Er reyndar að reyna að fara að drullast til að þreka en það gengur eitthvað brösulega… 😛

Annars sá ég þegar ég kom heim úr skólanum í dag að hann Kári Kristján félagi úr Clan Diablo með meiru var að bæta fyrir gjörðir sínar síðan á árshátíðinni þegar hann var að flýta sér svo mikið að hann keyrði niður grindverkið hjá Hásteinsblokkinni 🙂 Maðurinn var mættur með smiðssvuntuna, hamar í annarri og nagla í hinni. Algjör jaxl 😀 Góður Kári!

En jæja… Stebbi að draga mann með sér í pottana þannig að ég er out 😛

Skemmtileg staðreynd: Einu tveir mennirnir sem samkvæmt lögum mega ekki vera í sömu flugvél eru forseti Bandaríkjanna og varaforsetinn.