Untitled

Jæja… nú verð ég eiginlega, þar sem Gulli, Aron og Stebbi auglýstu mig svo vel í útvarpinu áðan að auglýsa aðeins í staðinn fyrir þá… en þeir eru í útvarpinu eins og er (eru alla fimmtudaga frá 6 – 9) og er þetta hinn fínasti þáttur. Þeir eru að sjálfsögðu á bylgjulengdinni 104.7 og heitir þátturinn því frumlega nafni “ANUSMASTER”. Hægt er að hringja í síma 481-3099 og biðja um óskalag eða bara fara á ircið og tala við huManfly eða ANUSMASTR.

Svo seinna í kvöld eða klukkan 9 – 11 munu þeir Kári (KKK) og Sindri (Diablo) vera með þátt sem hefur slegið svo rækilega í gegn að þeir eru komnir með þátt tvisvar í viku. Allir (eyjamenn) að stilla á 104.7!

Skemmtileg staðreynd: Myndbandið við lagið Video Killed the Radio Star var fyrsta myndbandið sem var spilað á MTV.