Untitled

Þá er komið að því… hommalingurinn Páll Óskar mun þeyta skífum á Prófastinum í kvöld, föstudagskvöldið 14. febrúar (Valentínusardagur!) og er búist við því að það verði nokkuð fjölmennt. Páll Óskar hefur spilað hér áður og hefur skapað sér fínasta orðspor hjá kvenþjóðinni (og Hlynsa) með lögum á borð við “It’s raining men” & “Deep inside”.

En já, svona er planið fyrir kvöldið:

Staður: Prófasturinn

Stund: Föstudagurinn 14. febrúar

Húsið opnar: kl. 23:30

Verð: 1000 kall fyrir félaga í nffív, 1300 kall fyrir hina.

Aldurstakmark: 16 ár

Þannig er nú það en ég býst við að skella mér bara á hommann þar sem maður hefur lítið annað að gera í kvöld. Verð að sjálfsögðu með myndavélina við höndina þannig að einhverjar myndir munu nú verða komnar inn á morgun eða hinn 🙂

En þangað til þá… djamm!

(Ó)Skemmtileg staðreynd: 10% þeirra sem drekka áfengi verða að lokum alkahólistar.