Untitled

Páll Óskar hélt uppi þessari líka rosalegu stemmningu í gær á Prófastinum í tilefni af Valentínusardeginum og var troðfullt út úr dyrum! Ég verð að segja alveg eins og er að hann kom með fínustu syrpur þarna á tímum en stundum fékk mar líka meira en nóg, t.d. Eurovision syrpan hans var orðin soldið þreytt þarna í endann. Ég fagna því nú samt að Gísli félagi mætti þarna og við tókum gömlu sporin saman þegar Palli spilaði “Rollo & King – I’ll never ever let you go” (danska júróvisjónlagið 2001 eða 2000 :).

En já, þetta var hið fínasta ball og ég er búinn að henda myndunum inn, 117 talsins og er þær að finna í myndasekksjóninu.

Ég set svo inn Hver var seinna í kvöld og reyndar hef ég verið að fá ábendingar um að geyma og linka á hverja einustu helgi þannig að hægt sé að skoða hver var alveg aftur í ég veit ekki hvað 🙂 Mér bara datt ekki í hug að ég þyrfti að gera eitthvað svoleiðis þar sem ég hélt að það skoðuðu þennan hluta ekki margir 😉 En hvað finnst ykkur? Á ég að geyma Hver var… hverrar helgi svo það sé hægt að skoða það seinna meir? Hendið því í komment.

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Þegar Titanic sökk voru tæplega 4 tonn af skinku um borð. (wow useless 🙂