Untitled

risk er skemmtilegt spil þegar mar er ekki að tapa :DNú, þegar styttist allsvakalega í að skólinn fari að byrja aftur fer maður óneitanlega að hugsa hvað maður hefur gert í þessu 3 vikna fríi sem maður hefur átt núna síðan prófin kláruðust 14. desember. Ég verð bara að segja eins og er að ég er ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut nema vera í tölvunni, glápa á vídjó, spila milljón spil og fá mér stöku sinnum í glas… og jú, ég tók eina eða 2 landanir… but that’s it! Á 3 vikum! En ég get samt ekki sagt að þetta hafi verið leiðinlegar 3 vikur 😛 Þetta var fínasta fínt.

En já, þrátt fyrir að vera búinn að spila endalaust allt jólafríið fórum ég, Sæbjörg, Hildur Dögg, Hlynur Herjólfs, Grjóni og Jose (er það ekki skrifað svona?) niður í Þórunni Sveins. og tókum eitt Risk spil… sem var fínasta fínt fyrir utan hvað þetta tók alltof langan tíma með 6 spilurum, þannig að við hættum löngu áður en spilið var búið 😛 Annað sem vakti áhuga minn þarna var að þarna voru spólur með upptökum af Fóstbræðraþáttum sem ég var löngu búinn að gleyma… ég VERÐ að fara að redda mér þessum spólum til að horfa á einhverntímann… þetta er algjört gull!

Ég vil svo svona í lokin þakka þann titil sem ég hlaut frá Egils Landi, en það var titillinn Besti Myndatökumaðurinn árið 2002 þar sem ég var víst alltaf með cameruna á réttum stað á réttri stund 😀

Aðrar útnefningar má t.d. nefna að María Guðjóns fékk titilinn best týndi eyrnalokkurinn 2002 (snilld) og Gaui fékk titilinn harðasti reykingamaðurinn þar sem hann reykti kool menthol þegar hann átti ekki sígó. Frábært framtak Egill 🙂

Annars held ég að ég fari bara að horfa á einhverjar spólur núna. Ekkert betra að gera.

Skemmtileg staðreynd: Eyjaálfa (Ástralía) er talin vera auðveldasta heimsálfan til að halda í Risk. (hún er það!)