Untitled

allir að láta sjá sig á fyrsta balli annarinnar!Þá fer að koma enn ein helgin og lítið búið að vera að ske hjá mér hingað til… ég var veikur á þriðjudaginn og miðvikudaginn, fékk þá einhverja ógeðispest sem er að ganga en ég var strax orðinn betri á miðvikudeginum og fór í skólann í morgun. Í skólanum var svo verið að bólusetja mann og annan fyrir heilahimnubólgu og kom Lóa Skarphéðins hlaupandi móð og másandi á ganginum og stökk síðan á höndina á mér og rak sprautuna á bólakaf í upphandleggsvöðvann á mér, greinilegt að hún lifir sig mjög inn í starf skólahjúkrunarfræðings FÍV, good job Lóa… nei ég segi svona en já, annað sem vakti athygli mína í skólanum í morgun var að það verður ball á morgun á Prófastinum, og hérna er svona það helsta sem ég náði um það:

Staður: Prófasturinn (duh)

Stund: Á morgun, föstudag. Staðurinn opnar kl. 23:30

Hljómsveit: Hljómsveitin Tríkot mætir gallvösk og heldur án efa uppi mikilli stemmningu.

Verð: 1300 kall fyrir meðlimi nffív, 1800 fyrir thursana.

Svo er bara um að gera að láta þetta berast og reyna að fá sem flesta til að mæta svo það skapist einhver stemmning og stuð!

Þá ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra núna en mig langar svona í tilefni þess að ég rakst á þessa líka snilldar síðu að biðja ykkur að kíkja á heimasíðu Lundans & Prófastsins og endilega henda því í kommentin hvað ykkur finnst ;D (heyrst hefur að Jón Ingi hafi talað við Bill Gates sjálfan um að gera þessa síðu fyrir sig, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það 🙂

Jæja… nú er ég farinn

Bæjó.

Skemmtileg staðreynd: Ef þú sleikir á þér puttann á stingur honum ofan í bjórkönnu með froðu ofan á, hverfur froðan (neat)