Untitled

Þar með er fyrsta balli skólans vorannar 2003 lokið og verð ég bara að segja alveg eins og er að ég skemmti mér alveg hreint konunglega.

Kvöldið byrjaði heima hjá Árna Óla þar sem við hittumst nokkrir og byrjuðum að sötra bjór. Spilað var á gítar og sungið og spjallað og maður var kominn í fínan gír þarna uppúr 12 þegar við ákváðum að leggja af stað á ballið. Tríkot átti að spila á þessu balli og var ég frekar spenntur þar sem ég hafði aldrei heyrt þá spila á balli en mér hafði verið sagt að þeir væru með frábær lög og væri alltaf mikil stemmning á böllum hjá þeim, og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum… þetta eru snillingar með snilldarlög og stemmningin þarna var rooosaleg! Það sem svona virkilega stóð upp úr var nú þegar þeir tóku Blister in the sun sem er eitt mesta djammlag í heimi (finnst mér 😉

En já… eins og ég sagði, þetta var snilldar kvöld og heppnaðist bara mjög vel, ég tók með mér myndavélina og er ég búinn að henda inn þessum 125 myndum sem ég tók í gær. Endilega gefið ykkur tíma til að skoða þær og sjá hvernig þetta var í gær 😉

Einnig bendi ég á vef nemendafélagsins en þar eru fleiri myndir frá gærkvöldinu.

Annars er ég bara farinn að horfa á sjónvarpið eða eitthvað.

Lojter.

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Malasíubúar verja börnin sín gegn sjúkdómum með því að baða þau í bjór.