Untitled

Þá er maður kominn heim af þessu lani hjá Árna og verð ég bara að segja að þetta var bara hið fínasta lan, mjööög langt síðan mar hefur farið á almennilegt lan. Þarna spiluðum við alveg fullt af leikjum, alveg frá Transport Tycoon Deluxe (SNILLD) til Quake III. En já, þetta var fínasta lan og þakka ég öllum þeim sem þarna voru fyrir fína leiki =)

Svo er ég búinn að henda inn myndum síðan við vorum heima hjá Erlu Ásmunds. síðasta föstudag þar sem hún hélt svokallað Costa del Sol reunion (Bajondillo reunion) og eru þær nú í myndasekksjóninu. Einnig langar mig að spurja ykkur sem skoðið þessa síðu reglulega hvort ykkur finnist betra að hafa myndirnar í myndasafninu í slideshow-inu eins og þetta var í byrjun hjá mér eða hafa þetta eins og þetta er núna? Endilega hendið því í kommentin hvort ykkur finnst betra 😉

Helgin fer nú óðum að nálgast og langar mig að minna á það að DJ Unnar Gísli mun þeyta skífum á Prófastinum annað kvöld og hvet ég alla til að mæta, held að það sé 16 ára aldurstakmark.

En nú er ég farinn að leita mér að húddi til að renna mér á í snjónum sem er kominn hérna í Eyjum 😀

Skemmtileg staðreynd: Venjulegur sólbruni getur valdið svo miklum skaða á æðunum í húðinni að það tekur 3 – 10 mánuði fyrir þær að gróa aftur að fullu.