Untitled

Jæææææja… þá er 1. desember kominn og jólin bara að renna í hlað. Ég ákvað því einsog svo margir aðrir að skreyta aðeins hérna hjá mér og fyrst það er nú ekki farinn að koma neinn almennilegur snjór hérna í Eyjum ætla ég að leyfa mér það að henda nokkrum snjókornum hérna yfir síðuna… bara til að hafa svolítið jólalegt hérna 😉

En já, fór á smá djamm í gær og var byrjað heima hjá Sveinbirni nokkrum. Við byrjuðum bara rólega og fórum í Trivial Persuit með öl í annarri og teninga í hinni. En já svo fórum við heim til Söru og var bara svona ágætis stemmning þar, þangað til kvöldið leystist upp í einhverja vitleysu og maður bara fór heim… þannig að maður gerði voðalega lítið þessa helgi enda er það bara í fínu lagi þar sem prófin byrja á miðvikudaginn hjá flestum (fimmtudaginn hjá mér HAHA 😉

Ég ætla að láta þetta nægja í bili…

Skemmtileg staðreynd: Getnaðarvarnapillan virkar jafnt á górillur sem og menn