Untitled

Jæja… þá var síðasta svona ‘erfiða’ prófið hjá mér í morgun, helvítis eðlisfræðin sem fór alveg með mig 🙁 Ef ég verð virkilega heppinn þá kannski verður Óli Týr góður og hækkar mig upp í 5 en ég efa það nú stórlega. En nóg með það… eitt létt próf eftir… félagsfræðin sem verður á laugardaginn og svo bara verður skvett úr klaufunum held ég.

Og já! Algjör snilld… pabbi og mamma fóru til rvk í morgun og pabbi leit við niðrí Fuji (þeir sem voru að gera við myndavélina mína) og þeir sögðu allt í einu að þetta hafi allt saman verið ábyrgðarmál (þess má geta að fyrir stuttu fékk ég glænýjan síma frá Símanum þar sem hinn síminn, sem ég var búinn að senda í viðgerð þrisvar, var gallaður og það var einnig ábyrgðarmál… þannig að ég þarf ekkert að borga! enda er ég svo fátækur 😉 en eins og sum ykkar kannski muna (og eruð enn að ná ykkur? =) þá bilaði myndavélin svo eftirminnilega á halloween ballinu rosalega eftir að ein ónefnd ‘rakst’ í mig á meðan ég var að taka síðustu myndina á því balli… Þannig að ég fæ vélina þegar mamma og pabbi koma eftir helgi og þá fara myndirnar aftur að streyma inn 😉

Og já eitt enn… ég fann íslenska blogg síðu sem mér líst bara þó nokkuð vel á og ætla ég að prófa að fara að blogga af einhverri alvöru þar (s.s. einu sinni á dag eða oftar) og er sú síða hér.

Svo langar mig að biðja ykkur um einn greiða og smella hér.

Thank you guys/girls 😉

Skemmtileg staðreynd: Mannsheilinn hættir að vaxa um 18 ára aldur… (damn)