Untitled

Svenni í léttri 'módelsveiflu'Í kvöld verður hið fræga Villibráðarkvöld haldið í 3. skiptið á jafn mörgum árum á Prófastinum. Mér hefur hlotnast sá heiður að vera boðið á þetta ásamt Sæbjörgu, en það er nú aðallega af því við vorum einnig ráðin sem módel þetta kvöld þar sem fram fer sýning á útivistar-, vinnu- og veiðifötum frá heildversluninni Eyjavík 😉 Þess má geta að ég og Svenni (sem mun líka sýna þarna) erum búnir að vera í ströngum megrunarkúrum í 3 mánuði fyrir þetta þar sem við munum einnig koma fram á bikini… Svo höfum við einnig verið beðnir um að sýna fyrir Victoria’s Secret keðjuna í New York eftir 2 vikur en það er allt saman eitt stórt spurningamerki einsog er… læt ykkur vita af því hvernig við munum spjara okkur í hörðum heimi módelanna seinna meir…

Bið að heilsa í bili!