heimsins minnsta bjórhátíð…

Jæja… helgin að renna í hlað og Mánabar búinn að auglýsa heimsins minnstu bjórhátíð sem mun vera í dag, á morgun og á laugardaginn. Ekkert nema gott um það að segja… líterinn á 800.- krónur þannig að það ætti ekki nokkur að láta sig vanta. Þarna mun Ágúst nokkur Halldórsson spila á gítar og halda uppi fjörinu sem ég efa ekki að hann geri 🙂 Þess má einnig geta fyrir þá sem ekki enn hafa náð 18 ára aldri að þið getið fylgst með í gegnum gluggana þarna á Vestmannabrautinni. En já, þá ákváðu Jói og félagar í nemó að fresta óvissuferðinni þar sem fótboltastrákarnir okkar eru að fara til Reykjavíkur að keppa í fótboltamóti framhaldsskólanna sem við unnum svo eftirminnilega á síðasta ári… vonandi að þeim gangi jafn vel í ár 😀
En nú er ég farinn að læra…
Later