Untitled

Ég rakst á test hérna á netinu sem á að finna út hvernig háskólatýpa maður er… ég tók testið og niðurstaðan varð:

Þú ert tölvunörd. Þú situr allan daginn fyrir framan tölvuna og notar hana sem námstæki, vinnutæki og tómstuundatæki. Þér finnst bjór líka góður, þú vilt helst drekka bjór alltaf. Bjór fyrir framan tölvuna er bestur. Þú ert með 60 contacta á msn, þú færð 100 e-mail á dag. Þér finnst netið orðið leiðinlegt en samt ertu lamaður án þess. Þér finnst gaman í skólanum því þar eru allir vinir þínir og þú getur verið í tölvunni allan daginn.

Ég veit ekki alveg hvað er til í þessu en… jú, þetta er nokkuð nálægt því 😀 Ég mæli með því að þið takið þetta test og kommentið svo hvaða týpa þið eruð =)

Testið er hér.