Untitled

Jæja… þá er þessi helgi búin og reyndar soldið síðan. En já, föstudagurinn hjá mér fór bara í að rúnta smá og svo tókum við bara spólu. En laugardagskvöldið var alveg magnað! Þá ákvað lítill Einir að skella sér á SSSól í Höllinni. Ég hringdi í Árna Óla sem var kominn til Eyja yfir helgina og þá var hann byrjaður að djúsa heima hjá Magna. Ég fór þangað og byrjaði þar, það var fínt þarna… geðveik íbúð sem Magni á. Í fyrstu vorum það bara ég, Árni, Magni, Hjörtur, Siggi Ari og Biggi sem vorum þarna en seinna komu þó fleiri. Svo var kominn tími til að fara í Höllina um kl. 1 og þegar þangað var kominn (ég vil taka fram að ég var freeeekar ölvaður) settumst við í eitt af sófasettunum sem þarna eru… svo var fengið sér bjór á barnum og þá náttlega hlaut að koma að því að þurfa að fara á klósettið… partýblaðran ekki alveg að meikaða svo ég fer á klósettið og þar er fullt af mannskap sem ég byrja að spjalla við um ENSKA BOLTANN!?!? Jájá… Einir Einisson farinn að spjalla við einhverjar fótboltabullur inná KLÓSTI í HÖLLINNI á meðan SSSÓL er að spila og auðvitað var allt sem ég sagði hárrétt og enginn vissi betur!!! Hehehehe… en svo var kominn tími til að kíkja kannski aðeins fram… neinei… þá er hljómsveitin búin að taka pásu svo ég fer AFTUR inná klósett og eyði bara því sem eftir var af ballinu þar… reifst við hvern einasta mann sem kom þarna inn um enska boltann. Þannig að… já… þetta var reyndar ágætis kvöld… EN ÉG MISSTI AF BALLINU!!! Þrátt fyrir það skemmti ég mér ágætlega við að kúka yfir Manchester mennina á svæðinu, því einsog allir vita er Liverpool efst… 8 stigum yfir Man Utd… U’ll never walk alone! 😀

Djammstjörnugjöf Einis:

En nóg með það… á fimmtudaginn verður Óvissuferð FÍV og verður farið í einhverja rútuferð um Eyjuna einsog vanalega en svo endar þetta allt saman í Eyverjasalnum með gítarstemmara a’la Njalli & Áki.

Þangað til… lifið heil 😉