mættur…

Jahææja…. þá er mar kominn aftur eftir hvorki meira né minna en rúmlega mánaðar pásu frá skrifum á þessa síðu. Ég veit að þið eruð mörg þarna úti sem hafið verið að því komin að huga að sjálfsvígi en þetta er allt í lagi krakkar mínir, ég er kominn aftur. Og það er nú alls ekki stutt frá því að segja hvað hefur drifið á mína daga þennan síðastliðna rúma mánuð. Fyrst var það þessi líka roooosalega vindsama þjóðhátíð hérna í byrjun ágúst þar sem allt saman (djammið! 😉 hófst á miðvikudegi og í rauninni lauk því ekki fyrr en í fyrradag… þar sem maður var þá að koma heim eftir 2 vikna dvöl á Costa del Sol á Spáni :)))) Í stuttu máli sem sagt hefur þetta verið GEÐVEIKT stuð og endalaus hamingja hér á bæ. En einsog orðatiltækið sem ég skáldaði upp ekki alls fyrir löngu segir “Heima er best” sannaðist það þegar ég kom heim í gær með Herjólfi eftir fína ferð og steig á land í Eyjum í roki og rigningu. Búið að vera geðveikt stuð og nú er ekkert annað að gera en að fara að gera sig reddí fyrir skólann og bíða eftir kærustunni sem ákvað ásamt móður sinni og bróður að skjótast til Benidorm þarsíðasta miðvikudag, en hún kemur heim næstkomandi miðvikudag… jeij 😀
En já, svona fyrir ykkur sem viljið sjá eitthvað smá brot úr ferð okkar félaganna til Costa del Sol 7 – 21 ágúst 2002 þá tók ég um 200 myndir og geymi þær hér.