slaaaaaaaaaaappt…

Góða kvöldið. ég hef frá litlu að segja núna þar sem ég fór á frekar slappt djamm í gær… ef það mætti kalla þetta djamm þ.e.a.s. En allavega, mér og Sæbjörgu (ásamt nokkuð mörgum fleiri) var boðið í afmæli hjá Söru Björg og Jessý, en þær fögnuðu 18 ára afmælinu sínu. Við mættum um svona 10 leitið með sitthvora kippuna af tuborg í plasti, þar sem sara var búin að segja að það yrði boðið uppá rauðvín í þessari veislu!?!? Hvar var rauðvínið Sara? 😀 Segi svona… en já, það var grillað lamb og franskar í matinn ásamt piparsósu og allskyns salati og dressingum. Fínasti matur og þakka ég enn og aftur fyrir mig 😛 svo var gítarinn tekinn upp og sungið aðeins en svo ákvað liðið að fara að skella sér á skelfinguna (Halla á kantinum) þar sem kostaði heilar 1000 krónur inn. Held þeir hefðu betur borgað fólki fyrir að koma þangað þar sem það var vægast sagt MJÖG fámennt þarna, að meðaltali voru svona 10 – 15 inni í einu… en já svo eftir þetta fórum við heim til Söru Bjargar þar sem fólki var lofað gítarpartíi en þegar þangað var komið voru svona 4 manns þar og öll stemmning frekar döpur… þannig að við fórum bara heim um 6 leitið.

En já, Hildur Dögg vinkona benti mér á þessa skíjemmtilegu síðu sem fékk mig til að hlæja soldið, vildi bara deila henni með ykkur. Smellið hér.
Takk fyrir og góða nótt