afmæli afmæli…

Jæja, þá er enn ein helgin í lífi Einis á enda og endaði það með svona medium stuði í heimahúsi í gær. Þetta byrjaði þannig að það var hringt í mig og mér boðið í afmæli hjá Árna Óla, það var bara fámennt en góðmennt spjall heima hjá Söndru, kærustu Árna. Árni bauð uppá pizzur og kók og svo settumst við inní stofu þar sem hann bauð uppá rauðvín. Svo fékk ég aðra hringingu og það var Ásta Sigga sem vildi fá okkur heim til sín með gítar… við ákváðum að slá til þar sem hún var ein heima og fórum heim til hennar. Þar aftur á móti fann maður aldrei réttu stemmninguna og það var einsog fólk vissi ekki hvað það vildi gera. Sumir voru að hlusta á tónlist, aðrir að spjalla og svo enn aðrir sem bara fóru út HEHE. En já, þetta endaði um klukkan 4 þar sem Ásta ætlaði að fara að sofa.
Ég vil þakka Árna fyrir skemmtilegan gítarleik og Arndísi fyrir frábæran söng 😀