hm innskot…

Jææææja… það gerðust nokkuð merkilegir hlutir í HM í morgun. 3 leikir á dagskrá og fyrst voru það Rússland og Túnis sem mættust í nokkuð lítið spennandi leik sem lauk með 2 – 0 sigri Rússa. Svo kom einn magnaður leikur á milli Bandaríkjamanna og Portúgala. Flestir bjuggust nú við því að Portúgalir myndu taka Bandaríkin nokkuð létt, en annað kom þó í ljós. á fyrstu 35 mínútum leiksins komust Bandaríkjamenn í 3 – 0. Rétt fyrir leikhlé náðu Portúgalir að minnka muninn í 3 – 1 og lauk leiknum 3 – 2 og er nokkuð ljóst að ef Bandaríkjamenn spila svona út allt mótið eiga þeir möguleika á að ná langt. Síðasti leikur dagsins var svo á milli Þýskalands og Írlands þar sem Þjóðverjar skoruðu á 19. mínútu leiksins og héldu því forskoti alveg þangað til 2 mínútúr voru komnar yfir venjulegan leiktíma að Írar komust innfyrir vörnina hjá þeim og jöfnuðu og skemmdu þar með fyrir Þjóðverjum sem hefðu verið pottþéttir uppúr riðlinum með sigri í þessum leik. Jæja, best að fara að gera eitthvað sniðugt… taka sér spólu eða eitthvað 😉
Laaaaaater..