hm fréttir…

Jæja, 2. dagur HM í knattspyrnu og voru 3 leikir á dagskrá í dag. Klukkan hálf 7 í morgun voru það Írland og Kamerún sem mættust og skildu þau jöfn 1 – 1. Svo kl 9 mættust Úrúgvæ og Danmörk og lauk þeim leik með sigri Dana 2 – 1. Nú eru hinsvegar Þjóðverjar og Sádí Arabía að spila og er seinni hálfleikur nýbyrjaður. Staðan er 4 – 0 fyrir Þjóðverja einsog er… þvílíka skömmin að þessir arabar skuli hafa komist í þessa keppni. Þá hefði maður nú frekar viljað sjá lið einsog Holland í keppninni.