árshátíð & hrafnaklettar…

Jææææææææææææja… langt síðan ég póstaði síðast, vá mar. Well, what can I say… I’m lazy. En allavega, þá er ekki mikið búið að vera að ske hjá mér… bara brjáluð vinna alltaf en ég skellti mér nú samt á árshátíð Vinnslustöðvarinnar í gær og það var vægast sagt algjör snilld! Dagurinn byrjaði þannig að ég fór í vinnu kl 5 um morguninn til kl 12. Svo kom ég heim og lagði mig til að verða 5, fór í sturtu og hafði mig til fyrir árshátíðina, jakkaföt og læti. Svo fórum ég, Svenni, Ólöf og Gulla (deitin okkar HEHE) heim til Andreu vinkonu þeirra og byrjuðum að djúsa þar. Svo skelltum við okkur uppí höll og ég held við höfum verið þeir fyrstu á staðinn (starfsfólk talið með) og vil ég þakka Sveinbirni hér og nú fyrir það! En svo fór að líða á kvöldið og fólkið fór að týnast uppí höll. Maturinn var framreiddur, sjávarréttahlaðborðið var ein mesta snilld sem ég hef séð á ævinni… og ekki var bragðið verra! Beikonvafinn skötuselur, naammmmm! Svo þegar fólkið var orðið satt, þá var sýnd mynd sem tekin var upp í tilefni af árshátíðinni og hún var algjör snilld… þótt hún hafi verið sýnd uncut! 😀 En já, eftir skemmtiatriðin fórum ég og Svenni heim að skipta um föt þar sem við vorum á leiðinni uppí Hrafnakletta þar sem 10. bekkingar voru að fagna því að vera búnir í samræmdu prófunum. Svenni var orðinn vel hífaður en ég fann rétt á mér.. en svo þegar við komum uppí Hrafnakletta sá ég að ég var ekki á leiðinni að fara að djamma neitt lengi þessa nótt, mætti einni ónefndri Sæbjörgu á leiðinni og var hún vægast sagt mjöööööööööööööööög drukkin og stóð varla í lappirnar… þannig að þetta kvöld endaði þannig að við vorum komin heim um 2 leitið að mig minnir… sjibbí 😉
Allavega… læt þetta duga í bili.