vinna & þjóðhátíðarfílingur…

Þá er ný vinnuvika byrjuð og ekki var nú mikið að gera í morgun, bara löndun sem tók heila eilífð og svo chill eftir hádegi. Ég sé að það eru ýmsir vinir sem eru farnir að venja komur sínar á þessa síðu þannig að maður þarf að fara að vera duglegri við að uppfæra. En allavega, lítið að ske hjá mér þessa dagana nema það að það verður frí á sumardaginn fyrsta í vinnu (s.s. fimmtudag) og höfum við ákveðið að fá okkur í glas á miðvikudaginn, jafnvel að leigja sumarbústað og grilla þar og hafa það næs… En það verður allt að koma í ljós. Mar er ekkert á leiðinni að fá leið á þessum blessaða gítar og er ég nú farinn að sanka að mér lögum í bók sem ætla að gera til að hafa með í partýin og í dalinn þegar að því kemur 😉 Ekki nema 101 dagar, 19 klst, 6 min og 3 sek, til Þjóðhátíðar 2002. Újé. En allavega, best að fara að drattast í þrek, bið að heilsa…