reykjavík…

Jahá… þá er mar bara kominn til Reykjavíkur og læti. Ákvað að skella mér með Svenna svona aðeins til að breyta til. Það er reyndar ekki frásögum færandi nema fyrir það að þegar við komum til Þorlákshafnar með Herjólfi þá mættum við föngulegu liði krakka sem fóru í skólaferðalag FÍV í gær (og átti að vera fram á sunnudag) að bíða eftir því að komast heim. Þau höfðu verið send heim fyrir ‘ofurölvun’ af skólameisturum beggja skóla, og heyrði ég að Haffi litli hafi átt stóran þátt í því… það kæmi mér ekki á óvart 😀 þetta var nú meiri snilldin. Ég verð að benda á snilldar mynd sem Maggi Berg tók í tilefni af þessu öllu saman en hún er hér. En allavega, best að fara að skella sér í háttinn.
Góða nótt.