flöskudagur…

Jæja þá er bara kominn flöskudagur! Loksins… ekkert annað að gera en að fá sér í glas í kvöld og taka kannski bara gítarinn með, það hljómar helvíti vel. Verst að það er ekkert að ske hérna á þessari eyju frekar en vanalega… en það hefur nú ekki stoppað mann hingað til 😉 En ég lít björtum augum á þetta kvöld og vonast bara til að finna eitthvað hressilegt partý, og ef einhver veit um eitthvað… þá má hann/hún endilega bjalla á mig á ircinu, þið vitið hver ég er… :þ En allavega, best að fara að fá sér að éta og drulla svo smá öli í kroppinn. Yfir og út.